Bækur

Í hvítum kjól

Ljóðabók
fForsíðumynd af ljóðabókinni; "Í hvítum kjól".

Snemma árs árið 1993 sendi ég handrit inn í ljóðahandritasamkeppni sem Lyf hf. efndi til. Fyrirtækið hafði haft þann hátt á um áratuga skeið að gefa út ljóðabók um jól og senda hana öllum læknum, lyfjafræðingum og dýralæknum endurgjaldslaust. Viti menn, mitt handrit var valið í formála bókar skrifar Guðmundur Hallgrímsson sem rak lyfjafyrirtækið Lyf hf; „Ljóðabókin sem Lyf hf sendir frá sé að þessu sinni er eftir konu úr heilbrigðisstétt. Þetta er mér sérstök ánægja og var vissulega komin tími til að kona kveddi sér hljóðs í þessari ljóðabókaséríu. Rósa Ólöf hjúkrunarfræðingur kemur víða við í ljóðum sínum, en óhætt mun að fullyrða að meginstefið í ljóðunum sé glíman við Guð og hið hversdagslega líf. Það er síðan lesandans að dæma hvernig honum finnst skáldinu takast í þessari miklu og síendurteknu glímu.“ Það var Katrín Jónsdóttir grafískur hönnuður sem myndskreytti bókina, af snilld sinni. Við tók hjá mér mikil barátta og svo fór að ég faldi bókina mína. Aðallega vegna ritdóms sem birtist í Mbl eftir útkomu hennar. Fyrir hafði ég enga trú á mér sem rithöfundi og barði mig niður eftir útkomu bókarinnar. Ég skrifaði lítið næstu 2 árin. Bókina má nálgast á Borgarbókasafninu í hinum ýmsum útibúum.

Kæra nafna

Sjálfsævisaga
Forsíðumynd af bókinni; "Kæra nafna".

Þessi bók krafðist alls af mér. Hún krafðist þess að ég léti af öllum látalátum og sýndarmennsku og kæmi til dyranna eins ég hafði verið. Hún krafðist veikleika minna og djúprar skammar á sjálfri mér. Hún krafðist alls hugrekkis míns. Ég var lengi að skrifa hana vegna þess að það reyndist mér svo erfitt. En þegar ég var tilbúin til að verða að kröfum hennar, reyndust skrifin mér létt. Ég var dauðhrædd við útkomu hennar. Í fyrstu virtist allt í lagi. Svo virtist sem fólk samþykkti mig þrátt fyrir allt. En það stóð ekki lengi og fyrr en varði umlykti þögnin bókina mína. Það var ekki fyrr en ég skildi að bókin var skrifuð fyrir mig sjálfa í þeim tilgangi að leysa mig frá órökréttum skilningi á reynslu minni að viðurkenning annarra varð óþörf.